HVERJAR ERUM VIÐ?

Tilgangur okkar er skýr - við höfum brennandi áhuga á að hjálpa fólki og vera partur af því að fólki uppskeri árangur.

Við höfum meðal okkar áratuga reynslu í þjálfun á fólki og  trónað á toppi bestu þjálfara í heimi. Það er einfaldlega fátt sem jafnast á við það að sjá allskonar fólk uppskera frábært líf eftir góða sjálfsvinnu.

Við erum með réttindi í markþjálfun, NLP (neuro lingustic programming), alþjóðleg leiðtogaþjálfunarréttindi, erum í sálfræðinámi og með leiklistarnám í farteskinu.

Það mætti segja að við brennum fyrir það að gera sjálfsvinnuna þína SKEMMTILEGA. 

 

"Hey.. af hverju byrjum við ekki með podcast?" 

Sylvía sendi Evu þessi skilaboð á messenger - og hér erum við 2 árum og mööörgum þáttum seinna! Fyrsti þátturinn var nefndur LISTIN AÐ GERA MISTÖK - þú getur séð fyrstu skrefin hér fyrir neðan. 

 

SPURT OG SVARAÐ